Uppsetning á Taxa forritinu og stillingar á TAXI vegna MACRO fyrir Excel

Svona vistar þú og geymir forritið inn á tölvunni hjá þér.

Hægrismellir með mús á „Desktop“ (skjáborð) velur „New“ og „Folder“ og býrð til nýja möppu hægrismellir síðan á möppuna og velur „Rename“ og merkir hana „Taxi Útgáfa 7.0“ hægrismellir síðan á viðhengin í póstinum og velur „Save As“ velur af flýtiglugga sem þá opnast „Desktop“ (skjáborð) og velur þar möppuna „Taxi Útgáfa 7.0“ sem þú bjóst til og vistar skjölin þar í.

Ath. Microsoft á það til að læsa Excel forritinu of mikið og treysta engum utanaðkomandi skjölum.

Ef skjal er læst þarf að hægri smella á það, velja „properties“ (eiginleikar) haka í „Open“ (opna) og smella á „Apply“ (nota) og „OK“ (í lagi) og þá opnast þau.

Eginleikar

Stundum vilja sum skjöl samt ekki opnast og þá þarf að tryggja að Excel kveiki alltaf á sér sem „administrator“ (stjórnandi).

Það er gert með að hægri smella á Excel icon-ið sjálft og velja „properties“ (eiginleikar) og fara í „advanced“ (ítarlegt) og haka

í „run as Administrator“ (keyra sem stjórnandi) og OK (í lagi) þá kveikir Excel alltaf framvegis á sér sem „administrator“

(stjórnandi) og opnar restina af skjölunum.

Komi upp SECURITY WARNING Smellir þá á Enable Editing

1.Eneble Content

Komi aftur upp PROTECDET WIEW smellir þú á Edit Anyway

Ef einhverjar spurningar vakna upp við notkun forritsins í Excel skaltu hafa samband í síma 694-4510 eða senda línu á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

© This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.